Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 08:15

Ryder Cup 2016: Phil tjáir sig um stjórnunarstíl Davis Love III

Nefnd var sett á laggirnar að loknu tapi Bandaríkjanna 2014 (task force committee) í Ryder bikarnum til þess að fara yfir allt Ryder Cup ferli liðs Bandaríkjanna.

Pressan varðandi þetta hófst þegar einhver hálviti opnaði munninn á sér í fjölmiðlaverinu,“ sagði Phil Mickelson (um sjálfan sig), en hann á heiðurinn af því að nefndin komst á laggirnar eftir að hann gagnrýndi stjórnunarstíl Tom Watson, þáverandi fyrirliða liðs Bandaríkjanna í Rydernum, fyrir 2 árum í Skotlandi, eftir tap liðs Bandaríkjamanna, þá.

Fyrir Phil var þessi 41. keppni í Rydernum nú í ár, 2016, miklu meira en bara 11. skiptið sem hann tekur þátt heldur líka prófsteinn á hversu rétt hann hafði fyrir sig varðandi stjórnunarstíl fyrirliða og nauðsyn á stofnun „task force“nefndarinnar.

Að loknum sigri liðs Bandaríkjanna í Rydernum s.l. sunnudag var Phil m.a. spurður um stjórnunarstíl fyrirliðans Davis Love III.  Öll augu liðsfélaga Phils beindust að honum.

Sjá má myndskeið af svari Mickelsons með því að SMELLA HÉR: 

Phil sagði m.a.: „Við skemmtum okkur vel saman sem lið og við spiluðum frábært golf og erum virkilega ánægðir að hafa sigrað.“

Liðsfélagar Phil klöppuðu til samþykkis.

Phil hélt áfram og sagði mikilvægt að byggja á grunninum sem lagður hefði verið í Hazeltine.

Það er mikilvægt að koma þessari nefnd á laggirnar (sem  endurskoðar allt Ryder Cup ferli liðs Bandaríkjanna).  Það er frábært að leikur okkar bar árangur þessa vikuna, en þetta snýst ekki um eitt ár eða eina Ryder bikars keppni. Þetta snýst um margar (keppnir) á komandi áratugum.“

Phil var truflaður þegar korktappi flaug úr kampavínsflösku og hann sagði þetta merki til sín um að hætta viðtalinu!!!