Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 12:00

Ryder Cup 2016: Rory ekki vandaðar kveðjurnar

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, er búinn að standa sig lang best allra evrópsku leikmannanna á Rydernum.

Hann er því þyrnir í augum áhangenda bandaríska Ryder liðsins og Rory ekki vandaðar kveðjurnar.

Þannig var um einn áhorfanda sem hrópaði ókvæðisorðum að Rory og var síðan fjarlægður af svæðinu.

Rory stoppaði stutta stund, en var stöðugt sagt að halda áfram. Svo virtist sem hann væri í orðaskaki við einhvern á hliðarlínunni.

Já, það er ekki bara tæknilega hliðin sem þarf að vera fullkomin hjá stjörnukylfingum heldur líka og ekki síður andlega hliðin.

Sjá má atvikið þar sem áhorfandi er með móðgandi athugasemd við Rory með því að SMELLA HÉR: