Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 10:00

LET access: Valdís Þóra lék á 73 2. dag Azores Ladies Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er í 11. sæti eftir 2. dag Azores Ladies Open, sem er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni.

Valdís lék 2. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum – fékk 3 skolla, 13 pör og 2 fugla.

Þriðji og lokahringurinn er hafinn og byrjaði Valdís á að fá skolla!

Kannski er fall fararheill – vonandi að svo sé og allt gangi upp hjá Valdísi á afgangi hringsins!!!

Til þess að sjá stöðuna á Azores Ladies Open SMELLIÐ HÉR: