Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 14:00

Ryder Cup 2016: Fylgist með stöðunni hér!

Nú eru fjórleikir laugardagsmorgunsins hafnir í Ryder bikarnum.

Á þessari stundu lítur skortaflan ekkert of vel út fyrir lið Evrópu.

2 1/2 vinningur liðs Bandaríkjanna á móti 1 1/2 hjá liði Evrópu, ef úrslit verða sem staðan er nú.

Það er dúndurpörunin Rory og nýliðinn Thomas Pieters, sem hafa yfirhöndina gegn Phil Mickelson og Rickie Fowler.

Allt er jafnt í viðureign Jimmy Walker og Zach Johnson gegn Justin Rose og Chris Wood.

Fylgjast má með stöðunni á Rydernum með því að SMELLA HÉR: