Úrtökumót f. Evróputúrinn: Þórður áfram – Ólafur úr leik
Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG hafa lokið keppni á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Þórður Rafn endaði í 16. sæti og komst á 2. stigið en Ólafur Björn var einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst á 2. stig úrtökumótsins í sjö tilraunum en Ólafur Björn hefur einu sinni komist á 2. stigið í fimm tilraunum.
Þetta er í sjöunda sinn sem Þórður Rafn keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en hann hefur einu sinni komist inn á 2. stigið en það var árið 2014.
Ólafur Björn Loftsson úr GKG, sem varð Íslandsmeistari á Grafarholtsvelli árið 2009, lék á Golf d’Hardelot í Frakklandi. Ólafur Björn er að keppa í fimmta sinn á 1. stigi úrtökumótsins en hann komst inn á 2. stigið árið 2014.
Sjá má lokastöðuna í Ribagolfe í Portúgal (Þórður Rafn) með því að SMELLA HÉR:
Sjá má lokastöðuna á Golf d’Hardelot í Frakklandi (Ólafur Björn) með því að SMELLA HÉR:
Þórður Rafn skrifar eftirfarandi á fésbókarsíðu sína:
„Á morgun hefst 1.stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina hjá mér. Mun spila í Portúgal í þetta skiptið, rétt hjá Lissabon. Ribagolfe heitir völlurinn og er nokkuð skemmtilegur. Langur, frekar þröngur og má lítið missa höggin til hliðar. Verður mikið af 6 og 7 járnum inn á flatirnar. Sem betur fer eru flatirnar mjúkar þannig að maður getur vera aggressívur í innáhöggunum. Ég hef leik á 1. teig kl. 9 í fyrramálið. Spila með Portúgala og Walesverja. Game-planið er að spila leiðinlegt golf. Hitta brautirnar og koma sér svo í skikkanlegan séns í innáhöggunum.
Game-planið er að spila leiðinlegt golf. Hitta brautirnar og koma sér svo í skikkanlegan séns í innáhöggunum.“
Alls taka átta karlar þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í ár frá Íslandi og er það met. Axel Bóasson úr GK og Pétur Freyr Pétursson úr GR komust ekki áfram á 1. stigi úrtökumótsins en þeir tóku þátt á mótum sem fram fóru í Þýskalandi og Englandi.
Frá árinu 1985 hafa 25 karl kylfingar reynt sig á úrtökumótinu fyrir stærstu mótaröð Evrópu en aðeins Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur náð alla leið í karlaflokki. Að venju þurfa keppendur að fara í gegnum þrjú úrtökumót til þess að komast alla leið inn á Evrópumótaröðina.
Um 700 kylfingar taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins og um 25% þeirra komast inn á 2. stigið.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
