Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 13:00

Tiger með hallærisleg gleraugu á Opnunarhátíð Rydersins

Opnunarhátíð Rydersins fór fram í gær.

Þar skartaði Tiger Woods sólgleraugum með hvítri umgjörð sem virðast eitthvað hafa farið fyrir tískulöggunum ytra.

Segja þeir að gleraugun hafi alls ekki passað við föt Tiger.

Jafnframt var bent á að lið Evrópu væri mun svalara þegar kæmi að sólgleraugum.

Hluti af liði Evrópu með svöl sólgleraugu: Kaymer, Rory Sergio Garcia og óþekktur.

Hluti af liði Evrópu með svöl sólgleraugu: Kaymer, Rory Sergio Garcia og óþekktur.

Síðan var bent á að bót í máli væri að gleraugu Tiger færu honum mun betur ef hann væri í einhverjum golflegum fatnaði við, sbr. mynd hér að neðan.

Tiger golflegur með hvítu sólgleraugun

Tiger golflegur með hvítu sólgleraugun