Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 09:00

Rory með Ericu á Opnunarhátíð Rydersins

Rory er meðal þeirra kylfinga sem keppa á 41. Ryders bikars keppninni sem hefst í dag.

Í gær fór fram Opnunarhátíðin, í Chaska, Minnesota þar sem kljást verður um Ryder bikarinn að þessu sinni.

Í gær var öll athygli Rory á Ericu, heitkonu hans en þau mættu á svæðið ástfangin yfir haus og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara, sem mynduðu þau í bak og fyrir.

1-a-rory-ericha

Erica var í ljósum kjól sem undirstrikaði grannan vöxt hennar og ljósum léttum frakka í stíl.

Hún var auðvitað óaðfinnanlega förðuð af Paddý og sítt hár hennar var slétt og skipt í miðju.

Hinn 27 ára Rory á hinn bóginn, sem er 3 árum yngri en Erica, var í dökkum jakkafötum og bæði með sólgleraugu – Erica flugmannsgleraugu, sem fara aldrei úr tísku en Rory með eitthvað dekkri gleraugu.

Erica og Rory

Erica og Rory