Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 09:55

LPGA: Jutanugarn í forystu 1. dag í Kína

Ariya Jutanugarn er í forystu eftir 1. keppnisdag Reignwood LPGA Classic, sem fram fer í Nankou, Peking í Kína.

Ariya lék 1. hring á 8 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti er kandíska golfstirnið Brooke Henderson, 1 höggi á eftir þ.e. á 7 undir pari, 66 höggum.

5 kvenkylfingar deila 3. sætinu þ.á.m. heimakonan Shanshan Feng; allar á 5 undir pari, 68 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Reignwood LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: