Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Gaby Lopez (40/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 39 stúlkur verðir kynntar þar af 2 af þeim 3, sem deildu 10. sætinu: Nontaya Srisawang frá Thaílandi og  Julie Yang frá Suður-Kóreu, en eftir er að kynna Gaby Lopez frá Mexíkó.

Í dag verður Gaby Lopez kynnt.

Maria Gabriela López Butron fæddist 9. nóvember 1993 og er því 22 ára. Hún er frá Mexíkó.

López spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Arkansas þar sem hún vann 3 sinnum í einstaklingskeppni og varð  individual runner-up í  2015 NCAA Division I Championship fyrir the University of Arkansas.

López hóf að spila á bLPGA Tour árið 2016 eftir að hafa náð T-10 árangri í Q-school, í fyrstu tilraun sinni.

López tók þátt f.h. Mexíkó í Ólympíuleikunum 2016 í Brasilíu og þar landaði hún 31. sætinu.

Besti árangur López í risamótum er T-11 árangur á Opna bandaríska kvenrísamótinu (US Women´s Open) nú í ár, 2016.