Paddý sér um smínkið á evrópsku Ryder Cup „Wags-unum“
Evrópsku Ryder bikars kylfingarnir hafa einhverja þá mest „glam“ betri helminga, sem sést hafa í íþróttinni um langan tíma og til þess að þær líti sem best út er fegurðar skríbent Belfast Telegraph (BT), Paddy McGurgan þeim innan handar.
Paddy er einn af færustu snyrtifræðingum Norður-Írlands.
„Ég er nýbúinn að sjá um make-up Ericu Stoll – kærustu Rory – fyrir myndatökuna,“ sagði Paddy í hléi í síðustu viku þegar vinnufélagar hans á BT voru að taka viðtal við hann.
„Hún er ljóshærð og brún og er með blágræn augu og fallega húð – hún vill ekki mikinn augnfarða og við héldum útlitinu mjúku„

Erica er ekki mikið fyrir augnfarða – hér með Rory
Paddy er frá Armagh sýslu á Norður-Írlandi og hefir unnið með fjölmörgum súpermódelum og vörumerkjum á borð við MAC, Stila, NARS og Laura Mercier.
„Sumar af (Ryder Cup) stelpunum vilja meiri áherslu á augun á sér þannig að við notum gerviaugnhár – þó ekkert of drastískt bara allt næs, viðeigandi og náttúrulegt.“
„Margar eru með sólar-kyssta (léleg þýðing úr ensku sun-kissed) húð þ.e. dökka húð þannig að ég er meira að vinna með hlýja tóna – kóral liti á kinnar og champagne og leirbrúnt á augun. Alison Clarke (eiginkona Darren Clarke) er mikið fyrir kóral – henni myndi hún finnast nakin ef hún væri ekki með kóral varalitinn sinn.„
„Hún er líka með fallega húð, þannig að ég þarf aðeins að nota BB krem til þess að hún sé með fullkomið finish. Hún er líka ansi brún – hefir verið í burtu þannig að hún þarf svolítið af bronzi og augnhár.“

Alison myndi hún finnast nakin án kóral varalitarins síns
Paddy flaug til Minnesota frá London sl. mánudag, 26. september með restinni af kylfingunum og eiginkonum þeirra og kærustum (WAG´s = Wifes and Girlfriend´s) sem munu keppa fyrir Evrópu hönd í Ryder bikarnum. Það er því í ýmis horn að líta og Ryderinn svo miklu meira en bara golfið – þó það sé auðvitað aðalatriðið. En Ryderinn hefir líka alltaf verið sýning og keppni, hvor geti státað af fallegri Wags-um ….. og lið Evrópu lítur vel út þegar kemur að þeim.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir:

Nicole og Danny Willett

Sofia Lundstedt og Rafa Cabrera-Bello

Caroline og Padraig Harrington, varafyrirliði

Nýliðinn Thomas Pieters, frá Belgíu og Eva Bossearts
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
