Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy?

Hver er kylfingurinn Alexander Lévy? Svara má því með ýmsum hætti:

Alexander Lévy er Gyðingur, fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því nýorðinn 26 ára. Pabbi hans (Phillippe) og reyndar foreldrar hans eru báðir lyfjafræðingar.

Lévy er franskur atvinnukylfingur sem sigraði s.l. helgi – þ.e. á 5 ára afmælisdegi Golf 1 og dánardegi Arnold Palmer, 25. september 2016, 3. mót sitt á Evrópumótaröðinni, Porsche European Open.

Alexander Levy sigurvegari Porsche European Open

Alexander Levy sigurvegari Porsche European Open

Lévy vann franska áhugamannameistaramótið (ens.: French Amateur Championship ) 2009 og  French International Amateur Championship árið á eftir. Á glæstum áhugamannaferli sínum var hann einnig í sigurliði Frakka í Eisenhower Trophy World Team Championship.

Lévy gerðist atvinnumaður 2011,og vann fyrstu tvo sigra sína á Evrópumótaröðinn 2014: þ.e. á  Volvo China Open (sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  ) og the Portugal Masters (sjá má frétt Golf 1 þar um því því að SMELLA HÉR: )

Þegar Lévy var 4 ára  fluttist fjölskylda hans frá Kaliforníu til Bandol, í Frakklandi, þar sem hann býr enn í dag. Aðeins 14 ára var hann kominn í Golfskóla  (ens. French Federation of Golf’s academy for secondary school)

Lévy er uppnefndur El Toro.

El Toro er uppnefni Lévy

El Toro er uppnefni Lévy

Eftir að Lévy gerðist atvinnumaður  2011 spilaði hann fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour) í boði styrktaraðila 2011 og 2012 en vann síðan inn kortið sitt fyrir 2013 keppnistímabilið (sjá kynningu Golf 1 á nýju strákunum á Evróputúrnum þ.á.m. Lévy með því að SMELLA HÉR:

Fyrsta mótið sem hann sigraði á Evrópumótaröðinni var sem fyrr segir Volvo China Open og sigurinn kom 2014 í móti sem haldið var í samvinnu við OneAsia Tour. Sigurskor Lévy var það sama og á Porsche European Open þ.e. 19 undi rpari, 269 högg.   Lévy setti vallarmet 62 högg á 2. hring þess móts í Genzon golfklúbbnum, sem varð til þess að hann komst í 4 högga forystu, sem hann hélt. Í kjölfar sigurs síns var Lévy valinn leikmaður aprílmánaðar á Evrópumótaröðinni.

Lévy fékk í fyrsta skiptið að taka þátt í risamóti 2014 og það var PGA Championship. Í október 2014 vann hann síðan 2. titil sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann sigraði á Portugal Master, mót sem var stytt vegna veðurs í 36 holu mót, líkt og í Porsche mótinu nú, þó það mót hafi aðeins verið stytt í 3 hringja mót.

Sl. sunnudag, 25. september 2016, sigraði Lévy síðan á 3. móti sínu á Evrópumótaröðinni:  Porsche European Championship.