Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy?
Hver er kylfingurinn Alexander Lévy? Svara má því með ýmsum hætti:
Alexander Lévy er Gyðingur, fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því nýorðinn 26 ára. Pabbi hans (Phillippe) og reyndar foreldrar hans eru báðir lyfjafræðingar.
Lévy er franskur atvinnukylfingur sem sigraði s.l. helgi – þ.e. á 5 ára afmælisdegi Golf 1 og dánardegi Arnold Palmer, 25. september 2016, 3. mót sitt á Evrópumótaröðinni, Porsche European Open.

Alexander Levy sigurvegari Porsche European Open
Lévy vann franska áhugamannameistaramótið (ens.: French Amateur Championship ) 2009 og French International Amateur Championship árið á eftir. Á glæstum áhugamannaferli sínum var hann einnig í sigurliði Frakka í Eisenhower Trophy World Team Championship.
Lévy gerðist atvinnumaður 2011,og vann fyrstu tvo sigra sína á Evrópumótaröðinn 2014: þ.e. á Volvo China Open (sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: ) og the Portugal Masters (sjá má frétt Golf 1 þar um því því að SMELLA HÉR: )
Þegar Lévy var 4 ára fluttist fjölskylda hans frá Kaliforníu til Bandol, í Frakklandi, þar sem hann býr enn í dag. Aðeins 14 ára var hann kominn í Golfskóla (ens. French Federation of Golf’s academy for secondary school)
Lévy er uppnefndur El Toro.

El Toro er uppnefni Lévy
Eftir að Lévy gerðist atvinnumaður 2011 spilaði hann fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour) í boði styrktaraðila 2011 og 2012 en vann síðan inn kortið sitt fyrir 2013 keppnistímabilið (sjá kynningu Golf 1 á nýju strákunum á Evróputúrnum þ.á.m. Lévy með því að SMELLA HÉR:
Fyrsta mótið sem hann sigraði á Evrópumótaröðinni var sem fyrr segir Volvo China Open og sigurinn kom 2014 í móti sem haldið var í samvinnu við OneAsia Tour. Sigurskor Lévy var það sama og á Porsche European Open þ.e. 19 undi rpari, 269 högg. Lévy setti vallarmet 62 högg á 2. hring þess móts í Genzon golfklúbbnum, sem varð til þess að hann komst í 4 högga forystu, sem hann hélt. Í kjölfar sigurs síns var Lévy valinn leikmaður aprílmánaðar á Evrópumótaröðinni.
Lévy fékk í fyrsta skiptið að taka þátt í risamóti 2014 og það var PGA Championship. Í október 2014 vann hann síðan 2. titil sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann sigraði á Portugal Master, mót sem var stytt vegna veðurs í 36 holu mót, líkt og í Porsche mótinu nú, þó það mót hafi aðeins verið stytt í 3 hringja mót.
Sl. sunnudag, 25. september 2016, sigraði Lévy síðan á 3. móti sínu á Evrópumótaröðinni: Porsche European Championship.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
