Alexander Levy sigurvegari Porsche European Open
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 08:30

Evróputúrinn: Levy sigraði á Porsche European Open

Ein úrslitafrétt „gleymdist“ að rita síðustu helgi en hún er sú að þá vann franski kylfingurinn Alexander Levy 3. titil sinn á Evrópumótaröðinni.

Það gerði hann þegar hann sigraði á Porsche European Open í Golf Resort Bad Griesbach, í Bad Griesbach, Þýskalandi.

Fyrir vikið varð Levy $ 2 milljónum ríkari (þ.e. u.þ.b. 264 milljónum íslenskra króna ríkari!!!)

Levy var jafn enska kylfingnum Ross Fisher að loknum 54 holu leik (en mótið var stytt vegna veðurs) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra; par-4 18 holan var spiluð tvisvar og sigraði Levy með fugli meðan Fisher tapaði á parinu, 2. skiptið sem holan var spiluð!

Svíarnir Michael Jonzon og Robert Karlsson deildu 3. sætinu á 16 undir pari, hvor, 3 höggum á eftir Levy og Fisher.

Sjá má lokastöðuna í Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: