Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 17:55

Þórður Rafn T-41 e. 2. dag í Portúgal

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék annan hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal í dag.

Þórður Rafn lék 2. hringinn í dag á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-41 þ.e. deilir 41. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á 2 yfir pari 146 höggum (72 74).

Á 2. hringnum í dag fékk Þórður 1 fugl, 1 skolla og 1 skramba á par-4 7. holu Ribagolfe, sem hann náði fugli á í gær!

Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: