Spieth: „Bandaríkjamenn með besta Ryder bikar lið í heimi“
Jordan Spieth hefir heldur betur hellt olíu á eldinn fyrir viðureign Bandaríkjanna og Evrópu í Rydernum nú vikunni.
Hann sagði: „Við trúum því að við séum besta lið í heimi.“
Þessi orð féllu á blaðamannafundi í Hazeltine í gær þar sem nr. 4 á heimslistanum (4) var að tala um hversu mikið sjálfstraust Bandaríkjamanna er um þessar mundir.
„Fyrirliðinn (Davis Love III) hefir sagt okkur, eins og allir ættu að segja liði sínu, að hann trúi því að við séum besta lið heims og við trúum því líka,“ sagði Spieth.
Hann bætti við: „Í allri hreinskilni, ég held að við séum bara þreyttir á því að við okkur sé sagt að við höfum ekki sigrað um tíma. Allir verða að vinna starf sitt til þess að halda á bikarnum í lokin. Við viljum þennan og við erum hér. Það verður virkilega svalt að vera með stuðningsmenn á heimavelli. Ég veit hversu þýðingarmikið það er frá fyrstu reynslu minni af Forsetabikarnum, þannig að þetta æti að vera allt annað þegar við förum á fyrsta teig á föstudaginn og ég er virkilega spenntur fyrir því.“
Komment Spieth um „besta liðið í heiminum“ er svolítið á skjön við skýringar Love á kommenti sínu um að bandaríska liðið í Ryder bikarnum að þessu sinni „sé besta golfið sem hafi verið sett saman.“
Bandaríski fyrirliðinn lét þess digurbarkarlegu orð falla í útvarpsþætti í Bandaríkjunum en staðhæfði eftir á að þau hefðu verið rifin úr réttu samhengi.
Ég sagði (Davis Love III): „Farið þarna út, skemmtið ykkur, leikið ykkar leik og verið ekki að flækjast fyrir sjálfum ykkur.“
„Spurningin sem ég fékk var ekki: „Hvar rankarðu lið þitt í golfsögunni?“ sagði Love. „Spurningin var: „Hvað ætlarðu að segja við lið þitt til að hvetja strákana áfram?
„Þannig að ég myndi enn segja við þá sama hlutinn, þið eruð frábært lið, förum út þarna skemmtum okkur og spilum leik okkar og flækjumst ekki fyrir okkur.„
„Ég hugsa að ef við reynum of mikið að vera betri en við erum eða ef við reynum að gera eitthvað ótrúlegt þá flækjumst við fyrir okkur stundum. Við verðum að skilja að við erum virkilega gott golflið og þeir (evrópsku strákarnir) eru með gott lið. Ef við bara spilum leik okkar munu úrslitin tala sínu máli.
„Það er bara óheppilegt að í skemmtilegu viðtali, þá hafi allt verið rifið úr samhengi.“
…. ekki bara af öllum þeim sem hlustuðu á Love í útvarpinu …. heldur líka … að því er virðist …. af einum aðalmanna Love!“ 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
