Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 08:45

Rory kynnir einn ólíklegasta stuðningsmann Ryder bikars liðs Evrópu – kærustu sína Ericu

Rory McIlroy kynnti til sögunnar einn ólíklegasta stuðningsmann evrópska Ryder bikars liðsins, kærustu sína Ericu Stroll.

En er Erica ekki kærasta hans? Hví er hún þá ólíklegur stuðningsmaður?

Nú Erica vann fyrir PGA Tour og ætti eiginlega að vera að styðja þá sem hún vann fyrir, eða hvað? Nú fyrir utan það er hún sjálf bandarísk!

En Erica segist alla tíð hafa verið stuðningsmaður Evrópu.

Það var Erica, sem fyrir 4 árum reddaði því að Rory næði á teig, sem lagði grunn að kraftaverkinu í Medinah 2012.

Rory sagði að hann hefði ruglast á tímamismuninum en með hjálp Ericu og ómerkts lögreglubíls úr Lombard County, sem fyrir einhverja einkennilega tilviljun er nú í eigu Ian Poulter þá rétt náði hann á teig í tvímenningsleik sinn við Rickie Fowler, sem hann síðan vann!!!

Stroll, sem er 3 árum eldri en Rory, sagði upp starfi sínu hjá PGA í Palm Beach Gardens þegar hún trúlofaðist Rory á síðasta ári og býr nú með Rory í glæsihýsi hans í hinum enda borgarinnar.

Nú tilkynnti Rory að verðandi eiginkona hans muni styðja lið Evrópu í tilraun þess til að vinna Ryder bikarinn 4. skiptið í röð en það hefir hvorugu liðinu tekist.

Erica hefir alltaf stutt Evrópu,“ sagði Rory í viðtali í upphitun fyrir Ryderinn.

Allt aftur til 2012 Ryder bikarsins, þá gerðu þeir sem unnu fyrir  PGA of America skoðanakönnun í lok hvers dags um hver væri almennilegri við starfsmenn PGA of America, evrópska eða bandaríska liðið. Og á hverjum degi var það Evrópa, Evrópa, Evrópa.“

Erica sagði mér að hún og einn samstarfsmanna hennar hefðu á laun verið áhangendur Evrópu og þar sem við erum nú  trúlofuð er hún opinberlega áhangandi Evrópu. Hún er með allt sem Wags-in okkar fá og það er stórt fyrir hana þar sem hún var eiginlega að vinna fyrir hitt liðið og er nú allt í einu í okkar liði.

Þannig að þetta verður skrítið fyrir hana en hana hlakkar til“

Reyndar þá voru Rory og Erica í Medinah í fyrradag, mánudaginn 26. september til þess að styðja vin þeirra, Luke Donald, sem var þar í góðgerðarstarfi fyrir First Tee.

Þetta er í fyrsta sinn sem bæði Erica og ég vorum aftur í Medinah síðan fyrir 4 árum. Það var næs. Þetta færði manni aftur næs minningar, minningar um Ryder Cup og allt,“ sagði Rory.

Það var líka þar sem ég hitti Ericu í fyrsta sinn og það er skrítið hvernig allt hefir snúist til hins besta. Ég er svo hamingjusamur.“