Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 2. sæti á Lady Pirate

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon tóku þátt í Lady Pirate Intercollegiate í Greenville Norður-Karólínu, dagana 26.-27. september 2016 og lauk mótinu því í gær.

Gunnhildur og Elon urðu í 2. sæti sem er frábær árangur.

Alls voru þátttakendur 96 frá 18 háskólum.

Gunnhildur lék á 242 höggum (84 84 73) – átti m.a. stórglæsilegan lokahring upp á 73 högg!!! … og varð T-74 í einstaklingskeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: