Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 14:00

Þórður Rafn á 72 á 1. degi á úrtökumóti f. Evrópumótaröðina í Portúgal

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal.

Þórður Rafn lék 1. hring  á parinu, 72 höggum og deilir 31. sætinu með 6 öðrum kylfingum.

Á hringnum fékk Þórður 4 fugla og 4 skolla.

Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti og er Þórður Rafn aðeins 1 höggi frá því marki eins og staðan er nú – en mikið golf er eftir og vonandi að Þórði gangi sem best!!!

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu á Ribagolfe í Portúgal með því að SMELLA HÉR: