Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 12:00

Ólafur T-5 e. 1. dag úrtökumóts f. Evrópumótaröðina í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, lék í gær 1. hring á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í fer fram á Golf d´Hardelot í Frakklandi.

Ólafur Björn lék fyrsta hring á 3 undir pari 68 höggum og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu ásamt 2 öðrum.

24 og þeir sem jafnir eru í 24. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í d´Hardelot eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: