Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 16:45

PGA: Rory sigurvegari Tour Championship – Hápunktar 4. dags – Myndskeið

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship í gærkvöldi, 25. september 2016.

Hann og bandarísku kylfingarnir Kevin Chappell og  Ryan Moore, en sá síðarnefndi var síðasti keppandi til að vera valinn í bandaríska Ryder bikars liðið 2016, voru efstir og jafnir eftir 72 holu spil.

Þremenningarnir léku þeir hringina 4 á East Lake á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Rory (68 70 66 64);  Ryan (70 68 66 64) og Kevin (66 68 68 66).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Kevin datt út þegar á 1. holu, par-5 18. holu East Lake en þar fékk hann fugl meðan Rory og Ryan voru með fugla. Alls þurfti að  leika 4 holur og hafði Rory betur á 4. holunni – par-4 16. holunni á East Lake – hann fékk fugl meðan Ryan Moore tapaði á parinu.

Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. hrings á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: