Haustþing PGA: Agnar og David heiðraðir fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar
Haustþing PGA á Íslandi fór fram dagana 23.-25. september á Selfossi. Mætingin var góð hjá félagsmönnum en haustþingið hefur verið fastur liður í starfi félagsins á undanförnum misserum. Dagskráin var fjölbreytt. Farið var yfir ýmis mál sem koma inn á borð golfþjálfara á Íslandi. PGA kennarar fóru einnig yfir áhugaverða hluti úti á æfingasvæðinu með félagsmönnum.
Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phill Hunter.
„Haustþing PGA hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem fastur liður í starfi félagsins. Á þinginu eru málin rædd, og nýjungar kynntar. Það er mikill áhugi hjá félagsmönnum að hittast á þessum árstíma, efla liðsheildina og viða að sér enn meiri þekkingu hvað varðar almenna golfkennslu og þjálfun afrekskylfinga,“ segir Andrea Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri PGA á Íslandi.
David Barnwell og Agnar Már Jónsson voru heiðraðir fyrir þeirra framlag til félagsins og golfíþróttarinnar á Íslandi.
David Barnwell og Agnar Már Jónsson voru heiðraðir fyrir þeirra framlag til félagsins og golfíþróttarinnar á Íslandi.
David, sem starfar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur kom hingað til lands árið 1986 og byrjaði að starfa við golfkennslu á Akureyri og fagnar því 30 ára starfsafmæli í ár á landinu.
„David er einn af frumherjunum í þessu fagi og var til að mynda einn af þeim sem kom að stofnun PGA samtakanna á Íslandi. David hefur komið við sögu í árangri margra af okkar fremstu afrekskylfingum og hefur á undanförnum árum verið kjölfestan í öflugu afreksstarfi hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir PGA á Íslandi að hafa slíkan aðila sem býr yfir langri reynslu úr faginu,“ bætti Andrea við.
Agnar Már var lengi framkvæmdastjóri félagsins en lét af störfum síðastliðinn vetur. „Agnar hefur með dugnaði sínum á undanförnum misserum hjálpað félaginu gífurlega. Hann er mikilvægur hlekkur í því að félagið er á þeim stað sem það er í dag,“ sagði Andrea Ásgrímsdóttir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
