Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 14:00

LET: Ólafía Þórunn lauk keppni T-44 á Opna spænska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino í gær.

Hún lék hringina 4 á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (74 73 76 73) og lauk keppni  T-44 þ.e. varð jöfn 5 öðrum kvenkylfingum í 44. sæti.

Fyrir frammistöðu sína hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á € 1590,-

Sigurvegari mótsins varð heimakonan Azahara Muñoz, en hún lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (72 66 70 70) og óhætt að segja að glæsihringur hennar 2. keppnisdag, upp á 66 högg hafi innsiglað sigur hennar.

Sjá má lokastöðuna á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino eða Opna spænska eins og mótið nefnist á íslensku með því að SMELLA HÉR: