Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 10:00

Lið Evrópu í Rydernum á leið til Bandaríkjanna

Hluti liðs Evrópu í Ryder bikarkeppninni var myndað á leið sinni Bandaríkjanna á Heathrow flugvelli í London, rétt áður en þeir flugu til Hazeltine í Bandaríkjunum til að hefja titilvörnina í þessari viku.

Fyrirliðinn Darren Clarke stilti sér upp með verðlaunagrip Rydersins meðan Lee Westwood og  Danny Willet virtust bara vera í góðu skapi.

Lee og Danny

Lee og Danny

Það sást til Rafa Cabrera-Bello og Padraig Harrington með sambýlis og eiginkonum sínum.

Rafa með sænsku kærustu sinni  Sofíu Lundtsted

Rafa með sænsku kærustu sinni Sofíu Lundtsted

Nú í ár er Bandaríkjamönnum spáð sigri í Rydernum.

Fyrirliði Bandaríkjanna, Davis Love III tilkynnti um síðasta leikmann Ryder liðsins bandaríska en það er Ryan Moore og ekki Bubba Watson sem situr eftir með sárt ennið.