Arnold Palmer látinn 87 ára
Ein af golfgoðsögnunum 3 er látin.
Arnold Palmer, Arnie, nefndur „The King“ vegna yfirburða hans í golfi, lést 87 ára að aldri í gær, 25. september 2016. Þannig sagði Jack Nicklaus, vinur Arnie um hann: „Hann var konungur íþróttar okkar og mun ávallt vera það,“
Palmer vann 92 titla á ferli sínum og var jafnvígur á golfvellinum og sem businessmaður, golfvallarhönnuður, flugmaður og hann gerði meira en nokkur annar til að auka vinsældir golfsins.
Hann var vinsæll; maður fólksins.
Arnie vann Masters risamótstitilinn 4 sinnum: árin 1958, 1960, 1962 og 1964. Eins vann hann Opna bandaríska með eftirminnilegum hætti á Cherry Hills CC í Denver 1960 og Opna breska 1961 og 1962.
Arnold Daniel Palmer, var fæddur 10. september, 1929 og ólst upp í verkamanna myllubænum Latrobe, rét hjá 6. teig Latrobe CC, þar sem pabbi hans Milfred “Deacon” Palmer, var vallarstarfsmaður og golfkennari.
Árið 1974 varð Palmer einn af þeim fyrstu til að hljóta inngöngu í heimsgolffrægðarhöllina.
Þann 12. september 2012 hlaut Arnie the Congressional Gold Medal. Hann var aðeins 6. maðurinn til að hljóta þessa heiðursviðurkenningu. Saman með the Presidential Medal of Freedom, sem hann hlaut 2004, hlaut hann þar með báðar æðstu viðurkenningar sem veittar eru almennum borgurum í Bandaríkjunum.
Eftirlifandi næstu aðstandendur Arnie eru 2. eiginkona hans Kit, og dætur hans Amy Saunders og Peggy Wears, sex barnabörn, þ.á.m Sam Saunders, sem spilar á PGA Tour.
Jack Nicklaus, sem ásamt Arnie and Gary Player var „Hinir stóru þrír“ og umbreytti ásamt hinum tveimur golfleiknum lét frá sér fara fréttatilkynningu þar sem m.a. sagði:
„Ég vildi ég hefði annað tækifæri að tala við hann (Arnold Palmer), en ég er svo glaður að við töluðum saman fyrir nokkrum vikum á afmæli hans (10. september) þar sem hljóðið í honum var gott. Þannig að Barbara og ég erum bara í sjokki og sorgmædd. Hjarta okkar, hugsanir, bænir og samúð eru með Kit, börnum hans, frábærum baranabörnum og allri elskandi fjölskyldu hans. Hann var einn af bestu vinum mínum, nánasti vinur minn og hann var það í langan, langan tíma. Ég mun sakna hans sárt. […]
„Hann var konungur íþróttar okkar og mun ávallt vera það„
Meðal þeirra fyrstu til þess að láta frá sér minningarorð var Ryder bikars fyrirliði Evrópu Darren Clarke, en hann tvítaði aðeins nokkrum klst. áður en hann fór um borð í vél sína til Minnesota, þar sem Ryder Cup 2016 fer fram: „Mjög sorgmæddur að heyra fréttirnar um að Arnold Palmer hafi látist í kvöld. Hvíl í friði Konungur. Goðsögn.“
Önnur minningarorð mikilla kylfinga voru á sömu lund og verður nokkurra þeirra getið hér í lokin:
Tiger Woods tvítaði: „Þakkir Arnold fyrir vináttu þína, ráðgjöf og mikinn hlátur. Manngæska þín og auðmýkt er hluti af goðsögn þinni. Það er erfitt að ímynda sér golf án þín eða nokkurn eins mikilvægan leiknum eins og konunginn.“
Rory McIlroy, sem sigraði á Tour Championship sagði m.a. eftir sigurinn: „Arnold Palmer hafði mikla þýðingu fyrir mig en líka alla sem spila leikinn. Ann skilur eftir sig golfarfleifð sem enginn í annarri íþróttagrein getur látið eftir sig á tíma þegar golfið þarnaðist hans á árunum 1960 og á 8. áratugnum – hann færði golfið til fjöldan. Ég var heppinn að fá að verja tíma með honum og það eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er lífsins.“
Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna Davis Love III vottaði Arnie líka virðingu sína í því að hann ritaði m.a.:
„Í kvöld hefir land okkar misst mikinn íþróttamann og mikinn Bandaríkjamann,“ sagði hann. „Nú þegar við hefjum Ryder bikars keppnina í þessari viku mun lið okkar biðja fyrir Palmer fjölskyldunni og láta styrk hans og ákveðni vera okkur fyrirmynd.“
Ernie Els tvítaði „Svo sorglegar fréttir að heyra að Arnold Palmer hafi látist. Frábærar minningar. Arfleifð hans í leiknum og góðgerðarstarfsemi mun lifa að eilífu.“
Ian Poulter tvítaði: „Sorglegar fréttir að Hr Arnold Palmer hafi látist. Golf hefir misst konung sinn. Arfleifð hans mun lifa að eilífu. Þakka þér fyrir hvað þú gerðir fyrir golfið. #Hvíl í friði„
Graeme McDowell tvítaði: „Var að heyra fréttirnar um konunginn. Get ekki trúað þessu. Ótrúlegur maður og arfleifð hans í leiknum og í hjarta okkar mun lifa að eilífu. Hvíl í friði Arnie„
Sergio Garcia tvítaði: „Svo sorglegar fréttir að heyra af fráfalli hins miklaArnold Palmer. Við munum sakna þín mikið. Konungur og Goðsögn. RIP„
Sir Nick Faldo tvítaði: „OMGosh sorglegar fréttir! Mun sakna þessa vitra handarbands og glitrandi augnatilitsins þegar þú reyndir að kremja höndina á mér!! RIP King Arnold„
Luke Donald tvítaði: „Svo sorgmæddur að heyra af láti Hr Palmer. Hann varðaði veginn fyrir allt sem við höfum í leiknum í dag. Lifi konungurinn að eilífu. Megir þú hvíla í fríði.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
