Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 13:00

HM í Mexíkó: Íslenska karlalandsliðið á -4 samtals fyrir lokahringinn

Íslenska karlalandsliðið í golfi er á -4 samtals fyrir lokahringinn á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 71 höggi í dag eða -1 og Haraldur Franklín Magnús var á pari vallar eða 72 höggum.

Andri Þór Björnsson lék á 74 höggum, en skor hans taldi ekki í dag.

Keppni er ekki lokið á þriðja keppnisdegi en Ísland er í 25. sæti þessa stundina.

Sjá má stöðuna á HM með því að SMELLA HÉR:

Komast má inn á heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: