Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 08:53

LET: Ólafía Þórunn í 44. sæti e. 1. dag Open de España Femenino

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR er í 44. sæti eftir 1. dag Andalucia Costa del Sol Open de España Femenino, en mótið er mót vikunnar á LET.

Ólafía lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum.

Í 1. sæti er Amelía Lewis frá Bandaríkjunum en hún lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Aðeins 3 kylfingar brutu 70 á 1. hring en það voru auk Amelíu; Angel Yin frá Bandaríkjunum og hin enska Florentyna Parker.

Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Femenino með því að SMELLA HER: