Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 08:30

Dustin Johnson: „Allir nema Mickelson“

Dustin Johnson (DJ) segir að hann sé góður vinur Phil Mickelson, en hann viðurkennir að hann vilji ekki vera í liðstvennd með honum á Ryder Cup.

DJ segir að hann spili oft æfingahringi með Mickelson en vonar að fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum Davis Love III muni ekki para þá saman á Hazeltine.

DJ spilaði með Mickelson í fyrstu tveimur viðureignum sínum á Ryder Cup árið 2010 og tapaði báðum leikjum 3&2.

Á blaðamannafundi fyrir Tour Championship á East Lake í Georgíu sagði Johnson: „Ég held að ég gæti spilað með öllum nema Phil. Við Phil spilum ekki vel saman.

Við spilum vel á móti hverjum öðrum, mér þykir vænt um Phil og við erum góðir vinir og við skemmtum okkur þegar við keppum gegn hver öðrum en ekki þegar við erum saman í liði.“

Frá þessari hræðilegu byrjum DJ á Celtic Manor fyrir 6 árum hefir tölfræði DJ á Rydernum batnað verulega.

Hann hefir unnið 4 af 5 öðrum leikjum sínum og fyrir 2016 keppnina er hann með 57% árangur.

Mickelson, sem spilaði fyrst í Rydernum 1995, er með 46% árangur  (Unnir leikir: 16, Jafnt: 6, Tapaðir leikir: 19).