Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2016: Hlynur stigameistari í piltaflokki

Hlynur Bergsson, GKG, er stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 –  og er þetta er fyrsti stigameistaratitill Hlyns á ferlinum.

Viðurkenningar voru veittar í höfuðstöðvum Íslandsbanka að Fiskislóð, mánudaginn 19. september s.l. fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka.

Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn.

Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki er eftirfarandi:

1. Hlynur Bergsson, GKG 6440.00 stig.
2. Henning Darri Þórðarson, GK 6145.00 stig.
3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 5215.00 stig.