Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2016: Amanda stigameistari í telpnaflokki

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík.

Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka.

Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn.

Stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir, úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík.

Þetta er fyrsti stigameistaratitill Amöndu á ferli hennar.

Sjá má 3 efstu kylfinga í telpnaflokki hér að neðan:

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 8685.00 stig.
2. Zuzanna Korpak, GS 8452.50 stig.
3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 7005.00 stig.