Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Nontaya Srisawang (38/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 37 stúlkur verið kynntar og í dag verður byrjað á að kynna þær 3, sem deildu 10. sætinu: Nontaya Srisawang frá Thaílandi, Gaby Lopez frá Mexíkó og Julie Yang frá Suður-Kóreu.

Byrjað verður á að kynna Nontayu.

Nontaya Srisawang fæddist 15. desember 1987 í Chiang Mai, Thailandi og er því 28 ára.

Nontaya byrjaði að spila golf 12 ára og það var pabbi hennar sem kenndi henni. Hún er góð vinkonu Titiyu Plucksataporn, fyrsta thaílenska kylfingnum á LET. Í janúar árið 2006 gerðist Nontaya atvinnumaður í golfi.

Nontayu finnst gaman að hlusta á músík, horfa á kvikmyndir og taka ljósmyndir.

Hún lærði Golf Management í Ramkhamhang University í Thailandi.

Fyrst um sinn frá árinu 2007 spilaði Nontaya á Duramed Futures mótaröðinni og árið 2011 komst hún inn á LET.

Árið 2013 spilaði Nontaya í 18 LET mótum og varð tvisvar meðal efstu 10.

Nontaya reyndi fyrir sér á úrtökumóti fyrir LPGA 2015 og komst þegar inn.  Þetta verður því 2. árið í röð á LET, hjá Nontayu Plucksataporn.