Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Golfanlage Dresden-Ullersdorf (10/18)

Í vor var farið af stað með að kynna 18 bestu golfvelli Þýskalands og voru fyrri 9 kynntir – Nú verður fram haldið með seinni 9 og er völlurinn sem kynntur  verður í dag er í Dresden, um miðbik Austur-Þýskalands – en völlurinn heitir Dresden Ullersdorf.

Logo Dresden Ullersdorf golfvallarins

Logo Dresden Ullersdorf golfvallarins

Völlurinn sem er 18 holu eins og segir rétt hjá Dresden, í sjarmerandi sveit milli Prießnitzaue á odda Dresdner Heide (þ.e. skógarsvæðis) og „Hvíta hjartarins (þ.e. „Weisser Hirsch“) og er á örlítið hæðóttu svæði.

Á vellinum er mikið af ám, tjörnum og vötnum og mikið gert til að öll náttúra svæðisins fái að njóta sín. Eftir golfhring í Dresden Ullersdorf er um að gera að njóta þess sem „Golfino Franco“ veitingastaðurinn hefir upp á að bjóða í klúbbhúsinu, en það er mikið af smáréttum eða öðrum réttum þar sem vín að vali er serverað með.  Best er að sitja úti á veröndinni og njóta þess að horfa á útsýnið yfir völlinn og „Schönefelder Hochland“ meðan drukkinn er einn ískaldur bjór.

Boðið er upp á golfkennslu á vellinum.

Á Dresden Ullersdorf er 15. brautin sú erfiðasta á seinni 9.

Þetta er par-4 braut með allskonar hættum, þó hún líti nógu sakleysislega út þegar kvöldsólin speglar sig í vatnshindruninni (tjörninni) sem er við brautina.

Reyndar má finna upplýsingar um lengd allra brauta á Dresden Ullersdorf og fá ráð hvernig spila á þær allar með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á heimasíðu Dresden Ullersdorf golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Aðrar upplýsingar:

Heimilisfang:  Golfanlage Dresden Ullersdorf
Am Golfplatz 1
01454 Ullersdorf

Sími: (0 35 28) 48 06 -0
Fax: (0 35 28) 48 06 -11
Tölvupóstfang:  info@golfanlage-ullersdorf.de