Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Ólöf María sigraði í stúlknaflokki

Það var Ólöf María Einarsdóttir, GM, sem sigraði í stúlknaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem lauk í gær 11. september á Hvaleyrarvelli, en mótið í elsta aldursflokknum fór fram dagana 9.-11. september og leiknar að venju 54 holur.

Úrslit í flokki 17-18 ára stúlkna á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 er eftirfarandi:

Ólöf María Einarsdóttir, GM (83-77-77) 237 högg +24
Eva Karen Björnsdóttir, GR (86-82 -84) 252 högg +39
Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (95-92-80) 267 högg +54
Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (101-88-90) 279 högg +66
Erla Marý Sigurpálsdóttirm, GFB (106-104-105) 315 högg +102