Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 00:30

PGA: Sjáið frábæran örn DJ á 2. hring BMW!!!

Dustin Johnson átti svo sannarlega högg dagsins á 2. degi BMW Championship, 3. móti FedEx Cup umspilsins.

Hann fékk örn á par-5 9. holu Crooked Stick.

Örninn góða fékk hann þegar hann sló beinustu leið ofan í holu úr flatarglompu.

Þetta var ekki eini örn DJ á hringnum hann fékk annan á par-5 15. holu Crooked Stick.

Alls lék DJ á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum; fékk 2 erni og 5 fugla og 11 pör.

Sjá má örn DJ á par-5 9. holunni með því að SMELLA HÉR: