Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 00:01

PGA: Castro og DJ efstir á BMW e. 2. dag

Það eru þeir Roberto Castro og Dustin Johnson, sem eru efstir og jafnir á BMW Championship, 3. móti FedEx Cup umspilsins.

Báðir hafa spilað á samtals 14 undir pari, hvor 130 höggum; Castro (65 65) og DJ (67 63).

Paul Casey frá Englandi er að gera góða hluti þessa dagana og er einn í 3. sæti á samtals 11 undir pari.

Þeir JB Holmes og Chirs Kirk deila síðan 4. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor og eru þessir fimm þeir einu sem spilað hafa á tveggja stafa tölu undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag BMW Championship SMELLIÐ HÉR: