Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 11:00

GA: Úrslit úr Hatta- og pilsamótinu

Þann 1. september 2016 var haldið á Jaðarsvelli á Akureyri, hið árlega Hatta- og pilsamót GA.

Fimmtíu galvaskar stúlkur mættu til leiks og spiluðu seinni 9 holurnar og endaði síðan mótið á mat hjá Vídalín og verðlaunaafhendingu.

Verðlaunahafar voru sem hér segir:

Nándarverðlaun:
11. hola: María Daníelsdóttir 1,93m
18. hola: Sveindís Almarsdóttir 1,95m

Lengsta dræv:
15. braut: Sveindís Almarsdóttir

Punktakeppni:
1.sæti: Guðrún Ófeigsdóttir 19 punktar
2.sæti: Sveindís Almars 18 punktar
3.sæti: Guðlaug María Óskarsdóttir 17 punktar