Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 18:00

LET: Ólafía Þórunn T-63 e. 1. dag Ladies European Masters

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í ISPS Handa Ladies European Masters, sem hófst í dag, 8. september og stendur til 11. september. Þátttakendur eru 142.

Eftir 1. dag er  Ólafía Þórunn ofarlega fyrir miðju þ.e. T-63, lék 1. hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum.

Á hringnum fékk Ólafía 4 fugla, 2 skolla og 1 þrefaldan og 1 tvöfaldan skolla.

Efst í mótinu er Lee Anne Pace frá Suður-Afríku, en hún lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Þýsku stjörnurnar, sem eru á heimavelli, þ.e. þekkja Golf Club Hubbelrath og hafa orðið klúbbmeistarar þar – Caroline Masson (1 sinni)  og Sandra Gal (þrefaldur klúbbmeistari) gengur ekkert sérlega vel – Masson þó öllu betur; er T-10 á 2 undir pari og Gal er T-52 á 2 yfir pari.

Annars lítið að marka 1. hringinn og allt sem getur gerst á morgun – vonandi bara að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn!!!

Sjá má stöðuna á ISPS Handa Ladies European Masters eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: