Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Ragnhildur og Henning fengu nándarverðlaun Bose

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Henning Darri Þórðarson úr GK fengu glæsilega vinninga fyrir nákvæm innáhögg á lokahringum á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni ,sem lauk í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.

Ragnhildur og Henning fengu þráðlaus Bose heyrnartól í verðlaun, sem ættu að nýtast vel við æfingarnar á næstu misserum.

(Texti hingað: GSÍ)

Bæði Ragnhildur og Henning stóðu sig framúrskarandi í þessu 7. móti Eimskipsmótaraðarinnar á árinu 2016.

Ragnhildur landaði 2. sætinu í kvennaflokki  – var á samtals 16 yfir pari, 226 höggum (80 75 71) og spilaði sífellt betra með hverjum deginum!

Henning varð T-5 þ.e. jafn Sissó í 5. sætinu á 1 yfir pari, 211 höggum (67 71 73) – og leiddi m.a. mótið eftir 1. keppnisdag.