Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 07:00

PGA: Flottur örn Louis Oosthuizen á lokahring Deutsche Bank – Myndskeið

Louis Oosthuizen sýndi flott tilþrif á Deutsche Bank Championship.

Hann setti m.a. niður örn á lokahring mótsins.

Örninn kom á par-5 2. holu TPC Boston, en Oosthuizen átti frábært 218 yarda aðhögg og síðan var arnarpúttið og eftirleikurinn auðveldur.

Sjá má myndskeið af erni Louis Oosthuizen með því að SMELLA HÉR: 

Oosthuizen lauk keppni T-8 á samtals 9 undir pari (71 69 64  71).