Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 15:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Berglind sigraði í kvennaflokki á Nýherjamótinu!!!

Berglind Björnsdóttir, GR,  var í forystu alla 3 keppnisdagana á Nýherjamótinu, sem fram fór á Vestmannaeyjavelli.

Í eldra viðtali við Golf 1 sagði Berglind sem þá, er viðtalið var tekið, var nýbúin að sigra á Egils Gull mótinu út í Eyjum 2012 að hún kynni vel við sig þar – Eins varð hún Íslandsmeistari í höggleik í unglingaflokki í Eyjum árið 2015. Sjá nánar með því að  SMELLA HÉR: 

Sigurskor Berglindar út í Eyjum á Nýherjamótinu var 12 yfir pari,  222 högg (73 74 75).

Innilega til hamingju – Stórglæsilegt hjá Berglindi!!!

Í 2. sæti varð Ragnhildur Kristinsdóttir, GR á samtals 16 yfir pari og í 3. sæti Saga Traustadóttir, GR á samtals 21 yfir pari.

Sjá má úrslitin í kvennaflokki í Nýherjamótinu 2016 hér að neðan:

1 Berglind Björnsdóttir GR 4 F 39 36 75 5 73 74 75 222 12
2 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 3 F 36 35 71 1 80 75 71 226 16
3 Saga Traustadóttir GR 3 F 40 38 78 8 77 76 78 231 21
4 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 6 F 33 42 75 5 78 81 75 234 24
5 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 41 39 80 10 81 74 80 235 25
6 Kristín María Þorsteinsdóttir GM 10 F 35 40 75 5 84 84 75 243 33