Challenge Tour: Birgir Leifur fór gegnum niðurskurð á Cordon Golf Open!
Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari úr GKG, lék á pari vallar á öðrum keppnisdeginum á Cordon Golf Open mótinu sem hófst í gær í Frakklandi.
Alls hefir Birgir Leifur leikið á sléttu pari, 140 höggum (70 70).
Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour), sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Birgir bjargaði sér fyrir horn og komst í gegnum niðurskurðinn með tveimur fuglum í röð á lokaholunum. Hann lenti í ýmsum hrakningum á hringnum og lék m.a. par 4 braut á átta höggum. Birgir er í 48. sæti en þeir sem voru á +1 eða betra skori komust áfram. Alexander Knappe frá Þýskalandi er efstur á -11.
Sjá má stöðuna á Cordon Golf Open eftir 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR:
Alls hefur Birgir leikið á sjö mótum á Áskorendamótaröðinni á þesu tímabili. Hann hefur náð ágætum árangri að undanförnu og besti árangur hans er sjötta sæti. Um síðustu helgi var hann í toppbaráttunni á móti sem fram fór á Englandi en hann endaði í 29. sæti á -9 samtals. Alls hefur Birgir unnið sér inn um 1.200 þúsund kr. á þeim þremur mótum sem hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn.
Það er að miklu að keppa fyrir Birgi að laga stöðu sína á stigalistanum enn frekar fyrir keppnistörnina á Áskorendamótaröðinni í haust. Alls eru átta mót eftir en á lokaspretti keppnistímabilsins komast aðeins þeir allra stigahæstu inn á mótin. Birgir er í 108. sæti stigalistans á Áskorendamótaröðinni en hann hefur aldrei verið með lægra meðalskor á Áskorendamótaröðinni eða 70,67 högg.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
