Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 01:00

Þórður Rafn komst gegnum niðurskurð í Tékklandi!

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tekur þátt í WGM Beroun Czech Open 2016, en mótið er hluti af tékkneska PGA.

Spilað er í Beroun golfklúbbnum, sem er um 30 km suðvestur af Prag.

Eftir 2. dag er Þórður Rafn í 33. sæti; hefir leikið á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74).

Á 2. hring fékk Þórður Rafn 3 fugla, 11 pör 3 skolla og 1 skramba.

Hann komst í gegnum niðurskurð en 60 efstu af 114 keppendum leika áfram um helgina – niðurskurður var miðaður við 11 yfir pari, 155 högg.

Sjá má stöðuna á WGM Beroun Czech Open 2016  með því að SMELLA HÉR: