Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Bland, Green og Langasque efstir í hálfleik í Crans

Það eru Richard Bland frá Englandi, Ástralinn Richard Green  og fremur óþekktur franskur kylfingur, Romain Langasque, sem eru efstir í hálfleik á Omega Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fer fram í Crans sur Sierre golfklúbbnum í Crans Montana í Sviss.

Þessir 3 eru allir á 9 undir pari, 131 höggi; Bland (67 64), Green (65 66) og Langasque (68 63).

Til þess að sjá nokkra hápunkta seinniparts 2. dags á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: