Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 07:30

Jutanugarn sækir að toppsæti Ko

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi er að reyna að velta Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, úr efsta sæti Rolex-heimslistans.

Ariya Jutanugarn

Ariya Jutanugarn

Það er einvígi milli þeirra beggja en milli sín hafa þær stöllur sigrað í 9 af 23 mótum LPGA, þ.á.m. sitthvorn risatitilinn.

Jutanugarn hefir einum vinningi meira en Ko þ.e. 5 sigra og er nú aðeins 5 stigum á eftir Ko á stigalista leikmanns ársins, eftir að hún sigraði á Opna kanadíska (Canadian Open).

Jutanugarn hefir mikið forskot framyfir Ko í lengd þrátt fyrir að slá aðeins með 3-tré eða 2-járni af teig síðan í maí, þegar hún hóf sigurgöngu sína. Jutanugarn er í 13. sæti hvað varðar lengd af teig (með 267 yarda þ.e. 244 metra ) meðan Ko er aðeins í 118. sæti (með meðallengd af teig 247 yard þ.e. 226 metra).

Reyndar er ég með hann (dræverinn) í hverri viku en á sumum völlum get ég ekki slegið með honum,“ sagði Ariya áður en keppni hófst á Manulife mótinu, sem hófst á Whistle Bear í gær.

En á þessum velli (Whistle Bear) finnst mér sem hann sé nógu breiður til þess að slá með dræver. Með lengd mína á ég ekki eftir að eiga í nokrum vandræðum. Vandræðin er ekki dræverinn þesa vikuna.“

Ariya er með hinni 18 ára kanadísku golfstjörnu Brooke Henderson og golfdrottingunni bandarísku Cristie Kerr í ráshóp.

Einum ráshóp á undan Ko.

Aðspurð um hvert markmið sitt væri í golfinu sagði Jutanugarn það vera það að verða besti kylfingur í heimi en einnig að vera jákvæð á golfvellinum.

Auðvitað vil ég verða nr. 1 en í ofanálag vil ég líka vera virkilega hamingjusöm á golfvellinum,“ sagði Jutanugarn. „Og svo lengi sem það er gaman og ég gleðst yfir að spila golf þá er það nóg fyrir mig.“

Ko, sem er í ráshóp með hinni bandarísku (fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum) Stacy Lewis og þeirri sem á titil að verja, norsku frænku okkar Suzann Pettersen, sagði spennandi að fylgjast með Jutanugarn í augnablikinu.

Þegar ég sé hana spila í sjónvarpinu eða ég spila við hlið hennar finn ég hversu sjálfsörugg hún er og það er frábært,“ sagði Ko.

Mér finnst það sem hún er að gera í kvennagolfinu í Thaílandi og Asíu frábært, vegna þess að leikur hennar er öðruvísi, þar sem hún er varla með dræver en slær samt svo langt og er líka góð í stutta spilinu. Hún er bara mjög mikið í jafnvægi sem leikmaður og það veitir annað sjónarhorn á leikinn,“ sagði Ko.

Fyrir þetta keppnistímabil var Jutanugarn aðallega þekkt fyrir að slá langt en hún hefir unnið í stutta spilinu og er núna í 8. sæti hvað varðar pútt á tilskyldum púttfjölda á flöt.

Þetta er nokkuð sem hefir breyst í leik Ariyu í ár,“ sagði golffréttaskýrandi Golf Channel, Judy Rankin. „Hún getur sett niður pútt, þegar það skiptir máli.