Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2016 | 10:00

Clarke valdi Kaymer, Westy og Pieters

Darren Clarke, fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum valdi Martin Kaymer, Lee Westwood og Thomas Pieters í lið sitt, sem mæta mun liði Bandaríkjanna á heimavelli þeirra í Hazeltine National golfklúbbnum í Chaska, Minnesota 27. september – 2. október n.k.

Kaymer og Westy eru reynsluboltar, sem hafa verið í sigurliðum í Rydernum; Kaymer 4 sinnum og þetta verður 10. skiptið sem Westy tekur þátt.

Thomas Pieters frá Belgíu er nýliði.

Clarke sagðist m.a. hafa valið Pieters vegna þess að hann minnti sig á Tiger og Rory.

Sjá má lið Evrópu og Bandaríkjanna á heimasíðu Rydersins með því að SMELLA HÉR: