Grafarholtið. Mynd: GR
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 14:00

GR: Opna Eimskipsmótið fer fram 3. sept n.k.!!!

Grafarholtsvöllur hefur svo sannarlega tekið kipp núna seinnipart sumars og er óhætt að segja að völlurinn sé að skarta sínu fegursta þessa dagana og hefur fengið mikið lof fyrir. Það er því sannarlega gaman fyrir kylfinga að koma og njóta þess að spila Grafarholtsvöll í sínu besta ástandi áður en golfsumarið tekur enda en næstkomandi laugardag, 3. september, verður Opna Eimskipsmótið haldið, ræst verður út frá kl. 08:00.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 30. ágúst kl.10:00 á www.golf.is. Mótsgjald er 5.400 kr. og greiða þarf við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf frá Eimskip.

Verðlaun:

Höggleikur:
1. Sæti: Ferð fyrir 8 kylfinga, 2 bílar með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 80.000 kr.
2. Sæti: Ferð fyrir 4 kylfinga, bíll með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 40.000 kr.
3. Sæti: Ferð fyrir 2 kylfinga, bíll með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 20.000 kr.

Punktakeppni:
1. Sæti: Ferð fyrir 8 kylfinga, 2 bílar með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 80.000 kr.
2. Sæti: Ferð fyrir 4 kylfinga, bíll með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 40.000 kr.
3. Sæti: Ferð fyrir 2 kylfinga, bíll með Herjólf og vallargjald hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að verðmæti 20.000 kr.
4. Sæti: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr.
5. Sæti: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr.

Nándarverðlaun:
2. hola: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr. og Gullkort í Básum.
6. hola: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr. og Gullkort í Básum.
11.hola: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr. og Gullkort í Básum.
17.hola: Skemmtisigling með Særúnu að verðmæti 10.000 kr. og Gullkort í Básum.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland og hefur netfangið dora@grgolf.is