Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 12:00

Golfútbúnaður: Nýja Callaway Big Bertha Fusion

Callaway segir Big Bertha Fusion dræverinn vera mest fyrirgefandi dræverinn sem þeir hafi framleitt.

Notað er málmblendingur (á ensku nefnt „triaxial carbon“) á kylfuhöfði og hluta af sólanum.

Þessi blendingur er þynnri og léttari en áður hefir verið í dræverum frá Callaway.

Í kylfuhöfðinu vega þessir bitar 15 grömm en voru áður a.m.k. 5 grömmum þyngri eða allt að 30 grömmum ef nota var títaníum.

Massinn dreifist frá höfðinu og sólanum að bakhlutanum sem veldur 24% hærra MOI-i og lægri, dýpra CP (til þess að fá minna spinn) en er t.a.m. á hinum vinsæla XR 16 dræver.

Önnur Big Bertha Fusion tré (sem hvert kosta $249), munu fást frá 30. ágúst.