Kaymer: „Ég hef gert allt sem ég get“
Í dag kynnir Darren Clarke, fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum um val fyrirliða í liðið, en hann má velja 2 kylfinga í Ryder liðið.
Martin Kaymer finnst hann hafi gert allt sem hann geti gert til þess að hljóta náð fyrir augum Clarke.
Hann var m.a. á 68 höggum á lokahring Made in Denmark og tryggði sér þar með í 6. sinn topp-10 árangur í síðustu 10 mótum Evrópumótaraðarinnar sem hann hefir tekið þátt í.
Reyndar leit Kaymer út fyrir að vera í góðu formi í Himmerland Golf & Spa Resort.
Hinn tvöfaldi risamótssigurvegari Kaymer kemst ekki í liðið sjálfkrafa en vonast til að verða valinn í liðið – en hann hefir reynst Ryder bikars liðum Evrópu einstaklega vel undanfarin ár.
„Ég held að ég hafi gert allt sem ég get,“ sagði Kaymer. „Í lok dags þá er hægt að brjóta heilann um þetta eins mikið og við viljum. Það er Darren sem tekur ákvörðunina og hana tekur hann á mánudag (í gær) eða þriðjudag (í dag) og þá vitum við meira.“
„En það væri önnur frábær reynsla á golfferli mínum að fá að leika í 4. Ryder bikarnum mínum í röð, það myndi vera æðislegt!“
Kaymer var 6 höggum á eftir sigurvegaranum Thomas Pieters í Farsø, en Pieters hóf mótið með því að jafna vallarmetið (62) og var síðan 1 höggi betri en Bradley Dredge og hafði sigur.
„Ef ég væri fyrirliði myndi hann vera val mitt, það er öruggt vegna þess að að gefur liðinu eitthvað alveg sérstakt,“ sagði Kaymer.
„Hann slær boltann langt og stutta spilið hans er gott og augljóslega hefir hann sannað að hann geti spilað mjög vel undir pressu og …. hann er næs náungi!“
„Þannig að ef ég væri fyrirliðinn – og til allrar hamingju er ég það ekki, því þetta er erfið ákvörðun – þá myndi ég alveg örugglega velja Thomas,“ sagði Kaymer loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
