Ólafía Þórunn komin á 2. stig úrtökumóts LPGA
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni kepptu báðar á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Lokadagurinn fór fram í gær og náði Ólafía frábærum árangri en hún endaði í 5. sæti af alls 350 kylfingum.
Ólafía, sem er Íslandsmeistari í golfi lék hringina fjóra á -7 eða (68-71-70-72). Hún var aðeins þremur höggum frá efsta sætinu. Með árangri sínum tryggði Ólafía sér takmarkaðann keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjunum. Hún er fyrsta íslenska konan sem nær þeim árangri.
Til þess að komast inn á LPGA mótaröðina þarf Ólafía Þórunn að komast í gegnum 2. og 3. stig úrtökumótsins. Dagana 17.-23. október keppir Ólafía á 2. stig úrtökumótsins sem fram fer á Plantation golfvellinum í Flórída. Lokaúrtökumótið fer síðan fram í Flórída dagana 28. nóvember – 4. desember.
Með árangri sínum tryggði Ólafía sér takmarkaðann keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjunum. Hún er fyrsta íslenska konan sem nær þeim árangri.
Valdís Þóra náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn en hún lék á (81-73-73) en 130 efstu komust í gegnum niðurskurðinn og endaði Valdís 227. sæti.
Mótaröðin er sú sterkasta í heimi í kvennaflokki og eru um 350 keppendur mættir til leiks. Keppt er á þremur keppnisvöllum og komast 130 efstu í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá keppnishringi. Alls komast 90 efstu úr þessu móti inn á 2. stig úrtökumótsins.
Alls eru 350 keppendur sem taka þátt og komast 130 efstu í gegnum niðurskurðinn. Alls komast 90 kylfingar áfram af þessu stigi komast á 2. stig úrtökumótsins. Til þess að komast alla leið á LPGA þarf að fara í gegnum þrjú stig á úrtökumótum.
Úrtökumótið fór fram í Kaliforníu og var gríðarlegur hiti á svæðinu. Keppt var á Dinah og Palmer völlunum á Mission Hills svæðinu og einnig á Gary Player vellinum á Westin Mission Hills.
Jon Zadek var aðstoðarmaður Ólafíu í þessu móti en hann var kylfuberi hjá Ólafíu þegar hún tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröð kvenna í desember á s.l. ári.
Upplýsingar um skor keppenda og rástíma má nálgast hér:
Þeir 130 kylfingar sem komast í gegnum niðurskurðinn eftir 54 holur hafa með árangri sínum tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum og er með svipuðu sniði og LET Access mótaröðin í Evrópu þar sem Valdís Þóra og Ólafía Þórunn hafa báðar leikið á undanförnum misserum. Ólafía er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu.
Ef keppendur á úrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina leika á 88 höggum eða verr á fyrstu þremur hringjunum er þeim vísað úr mótinu.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
