Frá Vestmannaeyjavelli – Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 20:00

GV: Guinot Open fer fram laugardaginn 27. ágúst – Allar að mæta!!!

Það er ekki orðum aukið að Vestmannaeyjavöllur er einn alglæsilegasti golfvöllur landsins.

Og á þessum yndislega velli fer nú á laugardaginn loks fram Guinot Open kvennamót, en því miður hefir þurft að fresta mótinu tvisvar (18. júní og 16. júlí) vegna veðurs.

Nú eru líkur á að takist að halda mótið því veðurspáin er bara ansi hreint ágæt – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hægt er að skrá sig með því að SMELLA HÉR:   – Nú er bara um að gera að mæta út í Eyjar og skemmta sér í góðum félagsskap!

Upplýsingar um mótið:

GUINOT Open kvennamót verður haldið 27. ágúst 2016 á golfvellinum í Vestmannaeyjum.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin.

Guinot er franskt gæða snyrtivörumerki, sem er einstakt í sinni röð og er þekkt út um allan heim.

Nándarverðlaun á par 3 holum.

Dregið úr skorkortum.

Léttar veitingar í mótslok.

Þátttökugjald kr. 4.900,-

Skráning á golf.is og í síma 4812363.

Mótið hefst kl. 12, mæting kl. 11:30.

Athugið að þátttakendur hafa möguleika á að komast fram og til baka með Herjólfi samdægurs.

Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu.

Hámarks leikforgjöf gefin 28

Keppendur þurfa að hafa löglega forgjöf til þess að vinna til verðlauna með forgjöf