Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 12:00

Love: „Tiger er framtíðar Ryder Cup fyrirliði“

Davis Love III segir Tiger Woods sem nýlega var valinn aðstoðarfyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup, vera besta taktíska stjórnandann.

Davis Love III bætti við að  Tiger Woods væri framtíðarfyrirliði liðsins.

Hann verður eflaust fyrirliði í framtíðinni, þannig að hann verður að vera hluti af þeim sem taka ákvarðanir í þessari nýju Ryder Cup nefnd,“ sagði love.

Tiger hefir hins vegar meiri áhuga á strategíunni – koma liðinu saman, taka þátt í vali leikmanna, búa til smáa hópa eða paranir. Hann er taktískasti liðsmaðurinn. Og hann hefir verið hjálplegur við hvernig eigi að undirbúa sig fyrir risamót.“

Hann er líkur mér,“ sagði Love. „Hann er spenntur fyrir þessu, sefur ekki mikið og gefur mikið af sér. Það er ástæða fyrir því af hverju hann er einn af bestu kylfingum allra tíma.“

Hann veit allt um undirbúning, hann veit hver hugsunin á að vera á golfvellinum og í golfmóti. Hann er búinn að skuldbinda sig til að vera hluti liðsins og hann stendur við það.“

Ryder Cup ferill Tiger sjálfs er 13-17-3.