Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 19:35

U18 ára piltalandsliðið valið f. EM í Tékklandi!

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið sex leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti U18 ára pilta. Mótið fram fer í Prag í Tékklandi dagana 14.17. september n.k. Keppt verður á Golf Mladá Boleslav vellinum sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Prag. Birgir Leifur Hafþórsson verður þjálfari liðsins í þessari ferð og Ragnar Ólafsson verður liðsstjóri. Ísland er í 2. deild í þessari keppni.

Liðið er þannig skipað:

Arnór Snær Guðmundsson, GHD
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG
Hákon Örn Magnússon, GR
Henning Darri Þórðarson, GK
Hlynur Bergsson, GKG
Kristján Benedikt Sveinsson, GA

Upplýsingar um mótið má nálgast með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ